Allt

Aftur á Iceland Winter Games

11/03/2014 • By

Rosalegir pallar, flott umgjörð, sem skilar sér í flottri samantekt frá mótinu. Áttatíu keppendur voru á Iceland Winter Games sem haldið var á Akureyri um helgina. Keppt var í Freeskiing og á snjóbrettum í Hlíðarfjalli og mátti sjá suma snjópallana á mótinu hærri en skíðalyfturnar.
Síminn stóð þétt að baki mótsins og stefnir einnig að því að vera með á næstu þremur. Þá verður mótið flokkað sem platínum hjá samtökunum Association of Freeskiing Professionals í stað silfurs.
Norðmenn voru sigursælir í Freeskiing hlutanum á þessu fyrsta móti – sem gekk vonum framan þrátt fyrir að veðrið væri ekki með besta móti. Þeir skipuðu sex efstu sætin í hópi sextán ára og eldri í Freeskiing hlutanum og fimm efstu í yngri hópnum.
Einar Stefánsson vermdi hins vegar efsta sætið fyrir Íslands hönd á bretti í eldri flokkunum og ungir íslenskir ofurhugar annað til sjötta sæti í yngri flokknum.
Frábært mót í alla staði og tilhlökkun að sjá hvernig það þróast á næstu árum. Vel gert Akureyri.iwg 1 Eða hvað finnst þér? Kíktu á myndband af samantektinni.iwg2 iwg3 iwg4  iwg6 iwg7 iwg8 iwg9 iwg10  iwg12 iwg13 iwg14 iwg15 iwg16 iwg17 iwg18 iwg6 iwg5