Allt

4G líka á Selfossi og í Skorradal

03/03/2014 • By

4GLTE_LOGOSelfoss og Skorradalur eru nýjustu staðir Símans þar sem hægt er að komast í 4G samband. Uppsetningin þar eflir enn 4G net Símans sem einnig finnst á Akureyri, Vestmanneyjum, í Grímsnesi og við Þingvallavatn. Og að sjálfsögðu víðs vegar um höfuðborgarsvæðið – líka Hafnarfirði.

4G kerfi Símans var frá fyrsta degi virkt fyrir Apple snjalltækin. Það þýðir að það stendur undir gæðakröfum Apple: Fögnum því. Þúsundir viðskiptavina hafa streymt inn á kerfið frá því í desember og voru allir komnir inn um miðjan janúar.

4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður. Reykjanesbær er meðal þeirra staða sem eru handan við hornið. Tæknimenn Símans vinna hörðum höndum að því að styrkja 4G kerfið fyrir sumarið.

Hámarks afkastageta 4G kerfis verður um 100 Mbps til að byrja með eða meira en tvöfalt meiri hraði en næst á öflugustu 3G sendunum. Búast má við að algengur hraði viðskiptavina verði 20 til 40 Mbps við góð skilyrði, þar sem viðskiptavinir deila jú hraðanum sem fer um farsímasenda á milli sín.

En munu viðskiptavinir finna mun milli 4G og 3G? Já, svo sannarlega því 4G tæknin gerir það að verkum að svartíminn er styttri. Það er betri upplifun í tækninni sjálfri. Rauntímaþjónusa speedtestta, eins og tölvuleikjaspilun, virkar enn betur.

En hraðar 4G á 3G kerfinu? Já, þar sem viðskiptavinirnir með 4G símtæki deila ekki lengur hraðanum með þeim sem eru á 3G verður meiri hraði til skiptana fyrir hvern og einn þar – svo já. 4G bætir upplifun allra.