Allt

Tónafljóð

17/02/2014 • By

Þann 2.mars mun KÍTÓN – félag kvenna í tónlist eiga sviðið í Eldborgarsal Hörpu. Þar mun koma fram einvalalið kvenna í tónlist ásamt sérvöldum hljóðfæraleikurum og kórum. Meðal þeirra sem munu koma fram eru t.d. Ellen Kristjáns, Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir, Mammút, VÖK, Gréta Salóme, Ragga Gröndal, Cell 7 og Sunna Gunnlaugs.

Kapút, Vox feminae, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki flytja verk eftir Þórunni Grétu, Báru Gríms, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar og Önnu Þorvalds. Einnig munu koma fram Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og kórs Hofstaðaskóla.

Síminn er stoltur bakhjarl þessara tónleika og ætti enginn að láta þá fram hjá sér fara.

Miðasala er hafin og því ekki eftir neinu að bíða.
Tónafljóð