Allt

Höldum fókus valin besta markaðsherferðin á netinu 2013

03/02/2014 • By

holdum fokus auglysingHerferðin Höldum fókus var valin besta markaðsherferðin á netinu af SVEF, Samtökum vefiðnaðarins. Höldum fókus er samstarfsverkefni Samgöngustofu og Símans og unnið af Tjarnargötunni.

Átakið, sem hvatti fólk til að hætta að nota símann undir stýri, fékk frábæra umsögn: „Verðugt viðfangsefni var nálgast frá áhrifamiklu sjónarhorni og framkvæmt með gagnvirkni á einstaklega frumlegan og athyglisverðan hátt,“ segir þar og: „Skilaboð herferðarinnar ná inn að hjartarótum, tæknileg útfærsla þeirra fær alla tækninörda til að gapa af undrun og síðast en ekki síst tengja þau málefnið og áhorfandann á svo áhrifaríkan hátt að það lætur engan ósnortinn. Vefurinn er skylduáfangastaður allra veffarenda.“

Nú um helgina voru sagðar fréttir af því að átakið hefði náð mælanlegum árangri. Aðeins átta prósent fólks á aldrinum 18-24 sagðist í desember 2013 tala oft í farsímann undir stýri en það sögðust 22% gera ári áður.

Við erum stolt af því að hafa staðið að þessu tímamótaátaki og brosum enn hringinn yfir frábærum viðtökum þess síðasta sumar.