Allt

Síminn tilnefndur til sex vefverðlauna

22/01/2014 • By

20140122_141727Síminn er tilnefndur til sex verðlauna á Íslensku vefverðlaununum 2013. Nýi Símavefurinn, siminn.is, er til að mynda tilnefndur sem besti fyrirtækjavefurinn. Yfir 100 vefir voru tilnefndir í flokknum en aðeins fimm valdir.

Síminn er einnig tilnefndur í flokki bestu innri vefja, til besta appsins fyrir Airwaves og fyrir bestu markaðsherferðina á netinu og þá bæði fyrir Höldum fókus og Segjum sögur. Þá er holdumfokus.is tilnefndur sem frumlegasti vefurinn.

Fyrir nokkrum árum fékk Síminn þrenn verðlaun fyrir siminn.is, vefnum sem nú hefur vikið fyrir nýja vefnum, og síðustu tvö hefur hann fengið tilnefningar en ekki verðlaun. Þann 31. janúar kemur í ljós hvort Síminn landar vefverðlaununum fyrir árið 2013. Slagur, heiður fyrir Símann að vera tilefndur og bónus ef hann vinnur.