Allt, Auglýsing

#RIG14 – Reykjavik International Games

16/01/2014 • By

rig2014_logo

Reykjavik International Games eru orðinn fastur liður í hverjum janúarmánuði og sem fyrr er Síminn einn af samstarfsaðilum leikanna. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri og hefur fjöldi erlendra keppenda staðfest komu sína.

Við leggjum mikla áherslu á að keppendur og gestir nýti tæknina við að auka veg leikanna og hvetjum við því alla til að vera með símana á lofti á meðan leikunum stendur, taka myndir og myndbönd og deila þeim á miðla á borð við Facebook, Instagram og Twitter. Ekki gleyma myllumerkinu #rig14.

M.RIG.IS

Í ár leggur Síminn til farsímasíðuna m.rig.is, en þar er hægt að skoða myndastraum af Instagram eða fylgjast með dagskránni og nýjustu fréttum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í annað skiptið sem við vinnum með svona í kringum íþróttamót, en það að fá upplýsingarnar beint í snjallsímann sinn auðveldar bæði keppendum og gestum að vera með það á hreinu hvert og hvenær það á að mæta.

Að lokum hvetjum við alla til þess að mæta á “RIGGAROB”, opnunarhátíð RIG sem haldin er klukkan 16 í Bláfjöllum á morgun, föstudaginn 17. janúar. Þar verður keppt í samhliða svigi auk þess sem nokkrir af færustu brettaköppum landsins munu sýna listir sínar. Í tilefni af hátíðinni verður ókeypis í fjallið fyrir þá sem koma fyrir klukkan 17.

Kíktu á m.rig.is og finndu þína íþrótt og mættu svo á staðinn til að grípa ótrúleg augnablik.