Allt

Allt fyrir handboltann: RÚV íþróttir í appi Sjónvarps Símans

14/01/2014 • By

handbolti+2Handboltaáhugamenn – sem um þessar mundir eru meirihluti þjóðarinnar; – ) hafa tekið breyttu sjónvarpsappi Símans himin höndum. Eurosport íþróttarásinni var skipt út fyrir RÚV-íþróttaráðsinni svo horfa megi á landsliðið á Evrópumeistaramótinu í snjalltækjunum. Skemmst er frá því að segja að met var slegið í samtímaáhorfi í appinu á meðan á leik Íslendinga og Norðmanna stóð.

Þriðjungi fleiri nýttu appið þá en áður hafði sést. Við sáum einnig mikla notkun á appinu þegar Danir spiluðu – enda hörkulið á ferð sem margir spá sigri á mótinu.

Við hjá Símunum heyrðum dæmi þess að menn hafi haft handboltaleikinn á í snjalltækinu og ekki misst af upphafi Stoke-Liverpool í Enska boltanum í sjónvarpinu. Þá lýstu aðrir því hvernig þeir nýttu appið til að spóla örlítið aftur með Tímaflakkinu til að sjá flott tilbrigði.

Fróðlegt verður að fylgjast með því næstu daga hvort viðskiptavinir Símans nýti sér appið áfram á meðan EM er í gangi; og slái jafnvel þetta glænýja met. Einnig hvort þeir rétt kíkja inn til að tékka á stöðunni svona í amstri dagsins eða horfi á leikina frá upphafi til enda.

Úps – misstir af leiknum? Hann er í Frelsi RÚV í Sjónvarpi Símans.