Allt

Macland selur og þjónustar fyrir Símann

13/01/2014 • By
Macland á Laugavegi 17.

Macland á Laugavegi 17.

Síminn er aftur kominn með fastan sess á Laugavegi eftir nokkurra ára fjarveru. Verslunin Macland hefur tekið að sér að endurselja vörur og þjónustu Símans. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri og eigandi Macland verslunarinnar, er spenntur fyrir þessu nýja samstarfi.

„Annar hver maður í miðbænum á ekki bíl og ef router-inn bilar hefur þeim fundist meiriháttar mál að sækja þjónustuna annað; eins og í Kringluna, Skútuvog eða Ármúla. Ég hafði áhuga á samstarfi við fjarskiptafyrirtæki og Síminn hreyfði sig hraðast. Ég hlakka mjög til samstarfsins og að tengjast þessu sterka vörumerki.“

Hörður segir lykilatriði í rekstri Macland hvernig viðskiptavinirnir upplifi þjónustuna.

„Samstarfið er gott skref fram á við fyrir bæði Símann og Macland – Símann að koma aftur í miðbæinn og Macland að geta til dæmis boðið gagnaflutningskort með símum og spjaldtölvunum sem við seljum. Verslunin verður fyrir vikið One stop shop.“

Síminn er með endursöluaðila um allt land og nú bætist Macland við í Reykjavík. Eins og við þekkjum er Síminn með þrjár verslanir í borginni – í Ármúla, Kringlunni og Smáralind.