Allt

Gleðileg símtöl út í lönd á jóladag

24/12/2013 • By

JólNú gefst tækifæri til að óska sínum í útlöndum gleðilegra jóla á jóladag! Jafnvel heyra í þeim aftur og aftur yfir daginn.
Þeir sem eru með heimasímann skráðan hjá Símanum verða í það minnsta ekki í vanda með reikninginn eftir að hafa hringt í vini og vandamenn – já eða hvern sem hver kýs – í útlöndum á jóladag. Síminn býður viðskiptavinum sínum að hringja út án endurgjalds í ár eins og undanfarin ár.
Það borgar sig því að muna eftir sínum á erlendri grundu þennan hátíðisdag. Ekki skiptir máli hvort hringt verður í heimasíma eða farsíma, aðeins að hringt sé úr heimasímanum.
Landsmenn hafa tekið þessari árlegu jólagjöf Símans fagnandi. Í fyrra hringdu til að mynda 75 prósentum fleiri viðskiptavinir Símans til útlanda á jóladag en dagana fyrir jól og mun fleiri en á aðfangadag.
Síminn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.