Allt

Geðveik Jól

12/12/2013 • By

Hið frábæra framtak Geðveik Jól fór í loftið í kvöld þegar að fyrsti þáttur af tveimur fór í loftið á RÚV. Starfsfólk 12 fyrirtækja keppa þar um titilinn geðveikasta jólalagið með áheitasöfnun þar sem áheitin deilast jafnt niður á þrjú frábær málefni. Í ár eru það Hugarafl, Hlutverkasetrið og Vin sem að njóta góðs af þessu framtaki.

Síminn skellti í jólalag þar sem starfsmenn sjá um hljóðfæraleik og söng. Glöggir áhorfendur ættu að sjá viðskiptastjórann og knattspyrnugoðsögnina (í augum sumra) Þórð Guðjónsson bregða fyrir. Síminn hvetur alla til að hlusta á þau 12 lög sem að keppa í ár og leggja góðu málefni lið.