Allt

Umhverfisvernd og góðgerðarmál í einum poka

05/12/2013 • By

photo 1Maður með fjölda gamalla farsíma í fanginu kom í verslun Símans í Ármúla í morgun. Hann sá í jólablaði Símans, sem fylgdi Fréttablaðinu í dag, að Síminn stendur ásamt Póstinum og Grænni framtíð að söfnunarátaki til styrktar góðu málefni. Símarnir voru settir í viðeigandi poka og beint í söfnunarbaukinn.

Landsmenn geta safnað saman gömlum og biluðum símum úr skúffum og geymslum og gefið þeim framhaldslíf um leið og þeir styrkja gott málefni. Á símapokana sem Pósturinn ber í hús í dag og næstu daga má haka við eitt fjögurra góðgerðarfélaga eða velja sitt eigið. Andvirði símtækjanna, sem Græn framtíð sendir í endurvinnslu og endurnýtingu (en úr ónýtum símum er hægt að nota íhluti til að búa til ný raftæki), rennur til félaganna.

Þau eru:
• Hjálparsími Rauða krossins 1717
• Samhjálp
• Skógræktarfélag Íslands
• Stígamót
• Eða annað félag sem fólk kýs

Búast má við því að fyrir hvern farsíma fáist allt frá hundrað krónum til tuttugu þúsund króna eftir aldri og ástandi, en meðalverðið er talið í kringum eitt þúsund krónur. Tökum endilega þátt. Það þarf ekki annað en að koma með símapokann í verslanir Símans, til umboðsaðila hans dagana 6.-16. desember. Þetta er frábært: Umhverfisvernd og góðgerðarmál í einum poka.

Þeir sem vilja minnast gamla farsímans síns er bent á að taka mynd af og deila á #graenframtid.

Sjáðu myndband um söfnunina á Youtube.