Allt

12.000 sótt app Sjónvarps Símans

27/11/2013 • By

pic_sjonv_simans_tannlaeknir1App Sjónvarps Símans er  um þessar mundir vinsælast íslenskra appa í Play Store sem falla í fríflokk.

Um 1.000 hafa að jafnaði halað niður appinu að Sjónvarpi Símans hvern einasta dag frá því að það fór í loftið. Nú hafa rúmlega tólf þúsund sótt appið.
Appið að Sjónvarpi Símans situr ekki aðeins í fyrsta sæti mest sóttra íslenskra gjaldfrjálsra appa í Play Store heldur er það í fimmta sæti í App Store. Kringlukröss skipar annað sætið í Play Store en er vinsælast í App Store.

Og er það gjaldfrjálst? Já, fyrstu þrjá mánuðina en svo kostar það 490 krónur á mánuði. Það er viðbót við áskrift að Sjónvarpi Símans og það eina sem þarf eftir að appið hefur verið sótt er að samtengja það við áskrift að Sjónvarpi Símans og byrja að horfa.