Allt

Lífið einfaldara með skilríki í símanum

21/11/2013 • By

IMG_1017Nú þarf enginn lengur að leggja land undir fót til að komast í verslun Símans vegna rétthafabreytingar eða annarrar þjónustu sem áður þurfti að gefa undirskrift sína fyrir – það er séu þeir með rafræn skiríki á SIM-kortinu.

Persónuskilríkin eru komin í farsímana og ekkert annað að gera en að sækja sér nýtt SIM-kort í verslun Símans í Kringlunni.

Síminn er fyrstur á markað með rafrænu farsímaskilríkin en stólar með mikilli vissu á að fleiri fylgi í kjölfarið. Netbankar, tryggingafélög og ríkisstofnanir feta væntanlega fljótlega í fótspor Símans og bjóða þessi öruggu rafrænu persónuskilríki.

Nýja SIM-kortið tryggir meira öryggi en þekkist með hefðbundnu notendanafni og lykilorði inn á þjónustuvefi. Og það besta er að aðeins þarf að muna símanúmerið sitt og eitt pin númer – sem hver velur sér – fyrir alla þjónustuvefi fyrirtækja og stofnana sem virkja rafrænu farímaskilríkin hjá sér í framtíðinni.

Nýju SIM-kortin eru í verslun Símans í Kringlunni.