Allt

Óveðurs-sjónvarpsgláps-sambræðingurinn klikkar ekki

12/11/2013 • By

Catchup (1)Óveðrið á sunnudag virðist hafa flykkt landsmönnum fyrir framan sjónvarpið. Í það minnsta hafa aldrei fleiri notað Tímaflakkið í Sjónvarpi Símans til að raða upp eigin sjónvarpsdagskrá eins og á sunnudag. Helgin hreinlega sprengdi fyrri viðmið í notkun Tímaflakks.
Að jafnaði höfum við verið að sjá 40 til 50 þúsund afspilanir á dag, en á sunnudag voru þær 85 þúsund. Laugardagurinn var litlu síðri, þá voru þær 72 þúsund talsins.
Það skemmtilega er að fyrr á árinu, í miðvikudagsóveðri í mars, var einnig met slegið í notkun Tímaflakks. Síðan hefur notkun þjónustunnar aukist jafnt og þétt. Það er því alveg ljóst að óveður og sjónvarpsáhorf fara einstaklega vel saman og ljóst að Tímaflakkið gerir þetta „óveðurs-sjónvarpsgláps kombó“ ennþá betra.
Síminn kynnti Tímaflakk til leiks í 11. janúar eða fyrir tíu mánuðum síðan. Með Tímaflakki fá áskrifendur að Sjónvarpi Símans tækifæri til að horfa á sjónvarpsefni fjölda erlendra og innlendra stöðva hvenær sem er innan sólarhrings frá því að það var sýnt.

Og á hvaða stöðvum er boðið upp á Tímaflakk? Þessar: RÚV, SkjárEinn, Stöð 2, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Krakkar, Stöð 2 Gull, Omega, ÍNN, SkjárGolf, DR1, NRK3, BBC Entertainment, MGM, Discovery, National Geographic, Sky News, Boomerang, VH1, Eurosport, RÚV HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2 HD, History HD.