Allt

Nýtt í Sjónvarpi Símans

08/11/2013 • By

Nú má nálgast frábæra og nýja viðbót í Sjónvarpi Símans. Með einum smelli á VOD takkann birtist nýr möguleiki sem kallast SkjárKrakkar. Þjónustan er opin öllum til 15.nóvember en svo mun hún kosta 1490 krónur, þannig að öllum er frjálst að prófa og njóta þangað til.

skjárkrakkar

Í SkjáKrökkum má finna á þriðja hundrað klukkustunda af vönduðu talsettu barnaefni. Þar má t.d. finna Latabæ, Skoppu og Skrýtlu, Línu Langsokk. Matta Morgunn, Múmínálfana, Emil og Póstinn Pál og auðvitað köttinn Njál. Og ef þið eruð stillt sjáið þið kannski Strumpana í strumpastuði.

Mánaðarlega mun svo verða bætt við efni og þannig passað upp á að allt þetta úrvals talsetta barnaefni verður ekki þreytt og því alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Ýtið á VOD takkann og prófið SkjáKrakka.