Allt

Dómar og Spotify-lagalistar í Iceland Airwaves appi Símans

31/10/2013 • By

SIMINN_IA_APPTónleikagagnrýni tímaritsins Reykjavík Grapevine er í Iceland Airwaves-appi Símans. Gagnrýnin birtist ekki aðeins í appinu heldur einnig og á vefsíðu tímaritsins airwaves.grapevine.is. Gagnrýnin er ekki eina nýjungin í appinu í ár, því í fyrsta sinn verður hægt að nálgast lagalista hvers dags á Spotify í gegnum appið.
Annað þekkja þeir sem sóttu appið í fyrra: Öll tónleikadagskráin, bæði sú formlega og off-venue. Möguleiki á að setja saman eigin dagskrá, áminning korteri fyrir tónleika, myndavélar sem sýna röð fyrir framan valda tónleikastaði, viðtöl við valda íslenska tónlistarmenn og tónleikastaðirnir á korti.
Iceland Airwaves hátíðin fer fram dagana 30. október til 3. nóvember. Alls verða 252 tónleikar á dagskrá fyrir gesti hátíðarinnar og 624 utandagskrártónleikar fyrir alla. Upplýsingar um tíma og stað hvers og eins þeirra eru í appinu.
Síminn skaffar ekki aðeins hátíðargestum appið heldur er einnig á bakvið dagskrána í Stúdentakjallaranum. Þangað geta allir mætt og frítt inn.

Dagskráin í dag, fimmtudag, hefst klukkan tvö og ekkert annað að gera en að mæta í Stúdentakjallarann:

14.00 – DIANA (ca)
15.00 Royal Canoe (ca)
16.00 Cousins (ca)
17.00 The Balconies
18.00 We are Wolves

Sjáðu OFF VENUE dagskrána hér á vefsíðu Iceland Airwaves.