Allt

RIFF appið lifnar við að nýju

27/09/2013 • By

1.500 hlóðu RIFF-appinu niður í fyrra en við hjá Símanum reiknum með því að þeim fjölgi margfalt í ár.  Við höfum séð hvað snjallsímaeign landsmanna vex hratt og hvernig þeir hafa náð að tileinka sér þægindi þjónustunnar á stuttum tíma. Það má því búast við að meirhluti gesta í ár sæki appið í stað um fimmtungur gesta í fyrra. Þessi þjónusta hefur sprungið út á árinu.

 
RIFF kvikmyndahátíðarappinu er ætlað að auka á upplifun gesta hátíðarinnar. Þar getur hver sett sína dagskrá saman, horft á myndbrot og séð tíma- og staðsetningar sýninganna og viðburða tengda hátíðinni.

Erlendir gestir hátíðarinnar þurfa heldur ekki að ráfa um viltir í Reykjavík. Appið er einnig á ensku og þar eru kvikmyndahús hátíðarinnar pinnuð upp á korti. RIFF-app Símans er eins og svo mörg önnur lifandi dæmi þess hvernig tæknin getur einfaldað líf okkar til muna. Og það er frítt.

Við hjá Símanum viljum að RIFF-appið bæti upplifun gesta af hátíðinni. Gott er að vita til þess að ef einhverjar breytingar verða á auglýstri dagskrá hátíðarinnar uppfærist hún í appinu.