Allt

Takk til allra sem halda fókus

17/09/2013 • By

180.000 spilanir, 97.000 áhorfendur og yfir 24.000 manns tóku áskoruninni um að halda fókus í umferðinni.
Okkur hjá Símanum með Samgöngustofu og framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötunni langar til að senda eitt stórt TAKK til allra þeirra sem tóku þátt. Við höfum sett saman þakkarmyndband sem súmmerar átakið saman.
Viðbrögð og viðtökur átaksins Höldum fókus voru framar björtustu vonum og eins og Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir þurfum við öll að vista þessi skilaboð í huga okkar og halda fókus.
Gagnvirka myndbandið sem hvatti landsmenn í sumar til að leggja frá sér símann við holdum fokus auglysingakstur og halda fókus í umferðinni verður aðgengilegt á heimasíðunni holdumfokus.is fram til 1. október. Þótt samstarfsátaki Samgöngustofu og Símans ljúki þá heldur baráttan fyrir bættri umferðarmenningu áfram.

Sjáðu myndbandið hér.