Allt

Hægt að horfa á Hjaltalín á Spotify-tónleikum Símans á YouTube!

06/09/2013 • By

hjaltalinMyndbönd sem sýna frábæran flutning hljómsveitarinnar Hjaltalín á tónleikum Símans eru komin á Youtube. Lögin eru We og Lucifer/He Felt Like A Woman.

Spotify og Síminn kynntu samstarf sitt um premium-áskriftir í snjallpökkum miðvikudaginn 21. ágúst og voru tónleikarnir af því tilefni um kvöldið á Kex hosteli. Auk Hjaltalín komu böndin Ylja og Sometime fram.

Tónleikunum var streymt og horfðu ríflega 2.500 á þá á netinu. Fæstir horfðu á þá alla en mest horfðu 800 á samtímis. Athygli vakti að þeir sem slökktu virtust sjá eftir því og komu samt aftur að skjánum því spilanir voru yfir 5.400.
Premium-áskrift að Spotify tryggir viðskiptavinum Símans betri hljómgæði, tuttugu milljónir laga í símtækið sitt, spjaldtölvu eða fartölvu, og að engar auglýsingar verði á vegi þeirra á Spotify.
Með Spotify Premium í símanum geta tónlistaraðdáendur hlustað á sitt uppáhald hvar og hvenær sem þeir vilja og tónlist Hjaltalín er að sjálfsögðu á Spotify.

Premium áskriftin fylgir snjallsímaáskriftum Símans í hálft ár gegn hálfs árs viðskiptasamningi við Símann.

sjáðu We hér og Lucifer/He Felt Like A Woman hér á YouTube!