Allt

Gestir Símamótsins sóttu 30.000 sinnum á farsímavefinn m.simamotid.is

24/07/2013 • By

Sérhannaður vefur Símamótsins sló í gegn á mótinu sem haldið var í Kópavogi um síðustu helgi. 7.800 gestir mótsins nýttu farsímavefinn, m.simamotid.is.

Vefurinn er sá fyrsti sem gerður hefur verið fyrir fótboltamót ungmenna hér á landi og gátu því forráðamenn þeirra fylgst með dagskrá mótsins í símunum sínum; eins og hún barst, og kvatt raðir við upplýsingatöflur, útprentuð blöð og ráp inn og út úr þjónustumiðstöð til að fylgjast með sínum.

Um 1.700 stúlkur í 5.-7. flokki kepptu í Kópavogsdalnum á þessu 29. stúlknamóti Breiðabliks – Símamótinu.

108.000 flettingar, 30.000 heimsóknir, 7.800 notendur og hver heimsókn varði í að meðaltali sex mínútur. Það er flottur árangur og sýnir þörfina fyrir svona vef.