Allt

Snjallsímavefurinn m.simamotid.is sparar fólki sporin á Símamótinu

18/07/2013 • By

Stúlkur og knattspyrna er málið í dag. Frábær árangur kvennalandsliðsins, sem tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í gær, sannar það. Til hamingju.
Framtíðarhetjur íslenskrar kvennaknattspyrnu etja kappi í Kópavogi um helgina. Þá verður keppt í 29. sinn á stúlknamóti Breiðabliks – Símamótinu.
Og Síminn hefur nú lagt sitt að mörkum svo foreldrar framtíðarlandsliðskvennanna þurfi ekki að missa af einu einasta skoti, sparki eða sendingu dætra sinna. Þeir geta staðið við völlinn allan tímann.
Bless, bless raðir við upplýsingatöflur, útprentuð blöð og ráp inn og út úr þjónustumiðstöð til að sjá dagskrá Símamótsins. Á nýjum farsímavef, m.simamotid.is, skjámynd Símamótverður haldið utan um allar upplýsingar; úrslit, keppnisvelli og tímasetningar mótsins sem og myndir af keppendum má því sjá í símanum sínum.
Tímamótavefurinn m.simamotid.is á örugglega eftir að ryðja sér til rúms á sumarmótum ungmennanna, svo þægilegur er hann. Eða sjáum hvað keppendurnir 1.700, þjálfararnir og liðstjórarnir 300 og dómararnir 185 segja eftir mót. Já, eða bara þúsundir foreldra sem verða í Kópavoginum um helgina.