Allt

Olga er ninja í frægu, íslensku Samsung Galaxy S4 auglýsingunni

09/07/2013 • By

20130708_150959„Hissa! Vá, já,“ svarar Olga Unnarsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúss starfsmanna Símans – Kaffigarðsins, þegar hún er spurð um velgengni auglýsingarinnar íslensku um snjallsímann Samsung Galaxy S4. „Ég bjóst ekki við þessu.“

808 þúsund hafa nú séð auglýsingu Tæknivara sem fór í loftið 1. júlí. Hún vakti athygli íslenskra fréttamiðla vegna mikillar erlendrar umfjöllunar. Olga er ekki aðeins starfsmaður Símans til eins árs heldur einnig dansari í danshópnum Rebel, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Dans, dans, dans.

Hún segir að tökurnar fyrir auglýsinguna hafi tekið tvo daga. „Við þurftum að eltast við veðrið – leita að sólinni,“ segir hún. Og var kalt? „Nei, sjóðandi heitt. Maður rétt gat andað um munninn í þessum svörtu búningum.“

Eigandi Rebel Dance Studio, Helga Ásta, samdi dansinn og vann hópurinn einnig út frá hugmyndum leikstjórans. „Þetta var mjög gaman já,“ segir Olga.

Hún segir að danshópurinn hafi ekki áður leikið í auglýsingu, en hafi tekið þátt í tónlistarmyndböndum. Olga fer brátt í sumarfrí og ætlar þá að dansa um alla Evrópu í hálfan mánuð.

Sjáðu auglýsinguna sem á að sýna að síminn ólíkt iPhone skilji íslensku hér. Þetta er “sími sem skilur þig”.