Allt

Mismælti sig og fékk síma í fangið

01/07/2013 • By

brúðarmynd segjum sögurÞað getur borgað sig að mismæla sig! Það veit Ingunn Bylgja Einarsdóttir sem mismælti sig í samtali við ferðalang sem hún hafði tekið upp í bílinn sinn eitt sumar fyrir austan. Hún deildi sögunni á vefnum Segjum sögur og á nú Samsung Galaxy S3.

„Það hefur aldrei borgað sig fyrr en nú að vera málhaltur,“ ritaði hún inn á Facebook-síðu Símans eftir að hafa verið dregin út. Yfir eitt hundrað sögur af ýmsu tagi hafa borist. Bæði myndbrot og ritaðar og hafa yfir þrjátíu þúsund heimsótt síðuna sem fór í loftið 6. júní.

Um þriðjungur slær slóðina inn og skoðar sögurnar en tveir þriðju koma í gegnum aðra vefi og þá helst Facebook. Samskiptamiðillinn er langatkvæðamestur allra miðla en þaðan komu um 70% gestanna. Heimsóknir af mbl.is og já.is fylgja á eftir.

Snjallsímar verða æ vinsælli fyrir netvafrið og nýttu um 25% gestanna símann sinn til að skoða hressilegar sögurnar á þessum vefnum, sem er á vegum Símans. Vefurinn hentar snjallsímunum vel; er „responsive“ og aðlagar sig því að símtækinu.

Á hverjum degi bætast sögur í sarpinn og geta heppnir unnið til veglegra verðlauna. Nú leitar Síminn að rómantískri sögu. Vinningshafinn fær gistingu á ION hóteli fyrir tvo í deluxe herbergi og ljúffenga þriggja rétta máltíð! Sagan rómantíska þarf ekki endilega að vera sönn því einnig má semja sögu út frá meðfylgjandi brúðarmynd grafíska hönnuðarins Ólafar Erlu Einarsdóttur.

Vinsælustu sögurnar hingað til eru:

1. Úps – Missti iPhone úr þyrlu

2. Samfarir/Gatnamót

3. Krókódílafóður