Allt

Kylfingar nýta öpp í golfinu

27/06/2013 • By

„Kylfingar nýta farsímatæknina sífellt meira í tengslum við íþrótt sína,“ segir GSÍ myndHildur Björk Hafsteinsdóttir, sem undirritaði þriggja ára styrktarsamning Símans við Golfsamband Íslands vegna Eimskipsmótarraðarinnar – keppni þeirra bestu í golfi.

Símamótið verður fimmta mótið í röðinni. Það fer fram á Leirdalsvelli og verður í umsjón Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG.

„Nóg er af öppum, þessum smáforritum fyrir snjallsímana, sem nýta má til að greina golfsveifluna, fylgjast með fjarlægðum og skrá skorið svo dæmi séu nefnd.“

Golfíþróttin er vaxandi, nú eru 17 þúsund í golfklúbbum en 40 þúsund sem segjast spila golf fimm sinnum eða oftar, samkvæmt upplýsingum GSÍ.