Allt

Um 3.300 hafa horft á Hörð í baði

12/06/2013 • By

Fullscreen capture 12.6.2013 162251Hvenær er best að skoða hversu langt hægt er að ganga á þolinmæði annarra? Örugglega ekki í brúðkaupi vinar síns. Vera veislustjóri, aðeins í glasi og ákveða að sjá hve langa ræðu gestirnir þola.

Þetta gerði Jón Mýrdal. Hann er einn þrjátíu einstaklinga sem segja sögu sína á glænýja vefnum Segjum sögur.

Keppt er að því að eignast einn flottasta snjallsímann á markaðnum, Samsung Galaxy S4. Síminn er samt ekki annað en bónus því sögurnar kæta okkur hin, auk þess sem nóg er af aukaverðlaunum.

„Fjörutíu mínútur er sirka hámarkslengd brúðkaupsræðu,“ segir Jón sposkur frá í myndbandinu sínu. Þetta veit hann því hann var snúinn niður í veislunni af brúðgumanum og föður hans, sem þá var lögga, stuttu eftir þann tíma.

Sögurnar þrjátíu hafa eins og gengur og gerist notið mismikillar hilli. Rétt um 3.300 hafa á þessum þremur lífdögum síðunnar horft á frásögn Harðar Ágústssonar, í Maclandi á Laugavegi, þar sem hann lýsir kampavínsdrykkju sinni á hótelherbergi í Köben – í baðkarinu.

„Sagan hans Harðar er sú vinsælasta hingað til,“ segir Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, ritstjóri vefjarins sem rekinn er af Símanum. Það hafi líklegast hjálpað Herði að sagan vakti athygli fréttavefjarins Menn.is.

„En á vefnum er líka önnur einstaklega góð. Þyrluflugmaðurinn Gísli Matthías Gíslason segir frá því þegar hann flaug með mjög ástfangið par um hálendið. Á heimleiðinni biður kærastinn kærustuna um símann hennar til að taka myndir út um gluggann. Og hvað gerist? Ég hvet fólk til að skoða endinn. Hann er frábær,“ segir Ísgerður.

„Og þegar ég heyrði söguna ákváðum við hjá Símanum að senda einn sögumann í þyrluflug með Gísla. Það eru næstu aukaverðlaunin í keppninni. Ég spyr því bara: Eru þau ekki einmitt fyrir þig? Endilega verum með. Það streyma inn sögur og keppnin rétt að byrja!“

Slóðin er: www.segjumsogur.is