Allt

Ódýrara að hringja heim frá Evrópu

07/06/2013 • By

jólasíminnErtu að fara í ferðalag? Kannski til Evrópu í sumar? Þá getur Síminn glatt þig, því um næstu mánaðamót lækkar verð viðskiptavina, sem reika á kerfum fjarskiptafyrirtækja innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um 22 prósent, þegar þeir hringja heim.
Ástæða lækkunarinnar eru reglur ESB. Síminn fagnar þessum nýju reglum, því þær eru frábærar fréttir fyrir viðskiptavini og hefur óveruleg áhrif á afkomu Símans, þar sem gjöld annarra fjarskiptafyrirtækja hafa lækkað í samræmi við okkar.

Allir njóta því ágóðans og við sem ferðumst getum því talað lengur fyrir sama pening og áður og skapað enn sterkara samband okkar á milli.