Allt

Lay Low sást í 47 löndum

12/05/2013 • By

Nærri þrjú þúsund aðdáendur hinnar einstöku Lay Low í 47 löndum stilltu á tónleika hennar á laugardagskvöld fyrir viku. Síminn nýtti tæknina og sendi tónleikana úr stofunni hennar á Suðurlandi. Áhorfendurnir voru meðal annars í Óman, Kúveit, Kólumbíu, Ástralíu og á Indlandi.Lay Low í Símanum

Samlandar söngkonunnar fylgdust þó best með. Nærri tólf hundruð horfðu hér á landi og rúmlega fimm hundruð í Bandaríkjunum. Samhliða streyminu tók Lay Low tónleikana upp. Bráðlega geta því þeir sem misstu af herlegheitunum keypt tónleikaplötu söngkonunnar.

Ánægja með tónleikana leyndi sér ekki á Twitter og tístu áhorfendur um þá á mínútu fresti þar til yfir lauk, undir merkinu #laylowlive.

Lay Low hefur gert það gott bæði hér heima og erlendis. Að undanförnu hefur hún meðal annars farið í tónleikaferðalög með Of Monsters and Men og bresku hljómsveitinni Daughter.