Allt

Síminn á Húsavík og Sauðárkróki

01/05/2013 • By

Ljósnetið verður í fókus á ráðgjafadegi Símans í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9, á Húsavík milli klukkan 11-18 á fimmtudag, 2. maí. Og á sama tíma degi síðar í í Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Á næstu dögum verður Ljósnetið tengt í símstöðvar bæjanna, sem færir heimilum í allt að 1.000 metra línulengd margfaldan nethraða.

„Ég hvet fólk til að koma, hitta okkur og sjá hvort þjónustustuleiðir þess séu ekki í takt við notkunina og hvort Ljósnetið nýtist þeim,“ segir Sigurður Svansson, viðskiptastjóri sölusamstarfs hjá Símanum.

En við hverju er að búast? „Á báðum stöðum verðum við þrír og svörum spurningum,“ segir Sigurður.

Fimmtudagur 2. maí
Húsavík – Bókaverslun Þórarins Stefánssonar
Tími : 11.00 – 18.00
Staður : Garðarsbraut 9

Föstudagur 3. maí
Sauðárkrókur – Kaupfélag Skagfirðinga
Tími : 11.00 – 18.00
Staður : Ártorgi 1