Allt

4G og enn öflugra 3G

08/04/2013 • By

Síminn er að sjálfsögðu á meðal þeirra fyrirtækja sem setja upp 4G þjónustu hér á landi. Eins og sagði í Fréttablaðinu föstudaginn 5. apríl verður 4G kerfi Símans tekið í gagnið þegar líður á árið.

Auk uppbyggingu 4G verður hraðinn um 3G kerfi Símans tvíefldur strax í sumar. Það þýðir að hann nær 42 Mb/s þar sem mest er og verður því svipaður þeim sem lofaður er með 4G.

Ástæða þess að við hjá Símanum eflum 3G áfram þrátt fyrir tilkomu 4G-tækninnar er að enn sem komið er styðja fá símtæki og tölvur 4G-tæknina. Og okkur finnst mikilvægt að þeir sem eiga öfluga snjallsíma í dag, eins til dæmis Samsung Galaxy SII og eldri týpur af SIII sem og allar iPhone-týpurnar utan þeirrar fimmtu, geti nýtt þá á öflugum netum. Það á einnig við um tölvurnar. Við setjum því trukk í 3G þjónustuna samhliða því að byggja upp 4G fyrir framtíðartækin.

En eru þá engir símar sem virka á 4G? Jú, nýjasta útgáfan af Samsung Galaxy SIII, Nokia Lumia 920, Sony Xperia V, einnig iPhone 5 þegar Apple gefur leyfi. Þá eru einnig nokkrir símar á leiðinni í sölu og einn þeirra sem klárlega mun virka á 4G er Samsung Galaxy S4.

Framtíðarsýn okkar hjá Símanum er að viðskiptavinir okkar geti nýtt 4G þjónustuna fyrir farsímana sína, spjaldtölvurnar og fartölvurnar á ferð en séu ekki bundnir því að nota tæknina fyrir tölvur og heimavið. Þar hafa jú viðskiptavinir Símans öflugar tengingar og hraða sem þeir þurfa ekki að deila með öðrum, eins og er með bæði 3G tæknina og 4G. Þar sem fjöldi viðskiptavina á sendi stjórnar hraðanum sem tengingin nær.

Stefna Símans er því í hnotskurn að nota 4G til bæta öflugt dreifikerfi Símans svo viðskiptavinir hans séu sem víðast á háhraðainterneti – Hvort sem er heima eða þegar þeir sitja í farþegasæti bíls eða skella sér í bústað og vilja vafrar um netið. Þar nýtist 4G tæknin, sem og 3G, best.