Allt

Blokkaðu á barnaklámið, annað ofbeldi og ólöglegt efni á netinu

19/03/2013 • By

Vart vill nokkurt foreldri að börn komist í klám og annað ofbeldi á netinu. Miklar umræður hafa skapast um það hvort rétt sé að setja lög og sía frá ósæmilegt efni sem fer um netið inn á íslensk heimili.

Á meðan menn karpa um mikilvægið, hættuna á ritskoðun og hvort það sé tæknilega gerlegt getum við foreldrar tekið málið í hendur okkar.

Við getum komið í veg fyrir að börnin sjái óæskilegt efni á netinu. Á síðustu fimm árum hefur Síminn boðið þeim sem það kjósa Netvarann. Hann fylgir netáskriftum.

Fernar stillingar eru á Netvara Símans. Sú fyrsta lokar fyrir síður sem innihalda barnaklám, njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir eða sem gætu stolið persónuupplýsingum. Einnig má loka fyrir klámfengið erlent efni, upplýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, efni sem inniheldur hatur, kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni. Með því að velja þriðju stillinguna lokum við fyrir erlendar leikjasíður, skráardeilisíður (P2P) og síður sem aðstoða við tölvuglæpi og með þeirri fjórðu lokum við fyrir spjallforrit eins og MSN.

Eins og gefur að skilja veitir Netvarinn ekki 100% vörn og við foreldrar þurfum alltaf að vera á verði. En í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Websense gerir Síminn sitt besta svo börnin skaðist ekki á netinu. Websense skannar netið og flokkar varhugaverðar, erlendar síður á svartan lista fimm sinnum á dag. Og Netvarann má virkja með einföldum hætti á heimasíðu Símans eða með símtali í þjónustuverið.

Og það besta. Gæði nettengingarinnar minnka ekki með Netvaranum.

Hér má nálgast Netvarann.