Allt

Karfa í fjórgang af tvíslá var tæknibrella

19/01/2013 • By

Of gott til þess að vera satt? Jú, það er meinið.

Eins ótrúlega og það lítur út var ekki annað að sjá en að Jóni Sigurði Gunnarssyni, tvítugum fimleikamanni, hafi í fjórgang tekist að sparka bolta ofan í körfu í fimleikasal Ármanns í Laugardal á dögunum. Boltinn fór beina leið í körfuna þótt Jón sveiflaðist hring eftir hring á tvíslá.

Þótt ekki sé hægt að útiloka slíka heppni átti þessi sér aðra skýringu. Hann fékk aðstoð eins fremsta tæknibrellufyrirtæki landsins, Reykjavík IO, svo boltinn rataði rétta leið.

Í viðtali við fréttamiðilinn mbl.is, sem spurði Jón Sigurð í gær fimmtudag, hvort um plat væri að ræða, svaraði hann að gjörningurinn snerist um tækni, en einnig heppni! Segja má að í þetta sinn hafi tæknin ráðið úrslitum.

Jón og félagar unnu myndbandið í samstarfi við Símann, sem er styrktaraðili RIG; Reykjavik International Games, eftir hugmynd og útfærslu EnnEmm.  Leikarnir standa til 27. Janúar. Keppt er í átján greinum. Þúsundir taka þátt, þar á meðal nærri fjögur hundruð erlendir keppendur. Mótið hefur verið haldið frá árinu 2007.

Myndbandið hefur slegið í gegn á netinu og hefur bandarískt fyrirtæki falast eftir því. Verði það selt fær fimleikafélagið ágóðann.

Síminn vill minna á leikana og vekja athygli á því að með tækninni má skrá ótrúleg augnablik á spjöld sögunnar.

Vertu vitni að mögnuðum tilburðum á RIG og gríptu tækifærin með snjallsímanum þínum.