Android, Fróðleikur, GSM, iPhone

Snjallsímanámskeið alla þriðjudaga

11/01/2013 • By

iPhone_5_white_lVegna mikilla vinsælda höfum við ákveðið að halda fleiri snjallsímanámskeið. Mætingin á námskeiðin hefur verið frábær og margar góðar spurningar komið fram.

Námskeiðin verða haldin alla þriðjudaga héðan af í verslun Símans, Ármúla 27, og mun námskeiðunum vera skipt í Android námskeið annars vegar og iPhone námskeið hins vegar. Android notendur mæta klukkan 17:00 en iPhone notendur klukkan 18:00.

Farið verður í gegn um helstu atriði sem gott er að vita auk þess sem við mælum með þeim öppum sem okkur finnst mikilvægust og skemmtilegust hverju sinni.

Námskeiðin eru ókeypis og við hvetjum alla til þess að mæta og læra meira á símann sinn. Skráning á námskeiðinn fer fram á vefslóðinni siminn.is/namskeid.