Allt

Bandaríkin vinsælust á jóladag

28/12/2012 • By

jólasíminn

Flestir landsmenn sem hringdu úr heimasíma til útlanda á jóladag hringdu til Bandaríkjanna. Skandinavía fylgdi fast á eftir; Danmörk, Noregur og Svíþjóð.

Síminn bauð viðskiptavinum sínum að hringja fyrir 0 krónur til útlanda á jóladag. Það féll í kramið í ár líkt og undanfarin ár.

Meðallengd símtals var um tólf mínútur. Til samanburðar er meðallengd símtals á venjulegum mánudegi um helmingi styttra, eða 6,3 mínútur.

Athyglisvert er að þótt oftast hafi verið hringt til Bandaríkjanna (sex prósentum fleiri símtöl en til Danmerkur) voru símtöl til Danmerkur að meðaltali nærri tveimur mínútum lengri. Hvers vegna? Tja.

Hér sjáum við svo topp 10 listann:

1. Bandaríkin
2. Danmörk
3. Noregur
4. Svíþjóð
5. Bretland
6. Þýskaland
7. Filippseyjar
8. Pólland
9. Spánn
10. Kanada