Allt

Viðskiptavinir RING snúa til Símans

12/12/2012 • By

Nú er svo komið að viðskiptavinir Ring hafa allir sem einn verið fluttir yfir í Frelsi hjá Símanum. Undanfarna tvo daga hafa þessi flutningar staðið yfir og gengið með ólíkindum vel, enda eru bara snillingar sem vinna hérna:-)

Svona flutningar eru svolítið eins og að flytja milli íbúða, maður er búinn að safna sér innbúi í gegnum tíðina (inneignir) og svo flytur maður á nýjan stað þar sem allt er nýtt, ný lykt og alveg nýtt útsýni. Viðskiptavinir Ring sem fluttir voru yfir, halda inneignum, viðskiptasögu og þeim kjörum á fjarskiptum (0 kr. Í Frelsi & 0 kr. Innan Símans) óbreyttum. Hinsvegar falla úr gildi kaupaukar og afslættir á veitingastöðum sem hafa verið í boði í Ring frá upphafi.

Svo eru nokkur frábær atriði sem fylgja því koma í “Síma-fjölskylduna”. Nú geta þeir viðskiptavinir sem áður voru í Ring valið um fjölbreyttar leiðir, gagnapakka, ásamt því að njóta þeirra kjara og virðisauka sem Síminn hefur upp á að bjóða. Nýtt þjónustu-app Símans (fyrir iPhone & Android) og nýr þjónustuvefur Frelsi, þar sem á báðum stöðum er hægt að fylgjast með inneign, fylla á Frelsi, breyta leiðum og minnka og stækka netið í símann og margt fleira.

Siminn app

Nú er fjölbreyttara vöruframboð í boði fyrir viðskiptavini sem koma frá Ring. Nýjar mínútuleiðir í Frelsi henta þeim sem vilja borga fast verð og vera með einfalda þjónustu. Sem dæmi 100 mínútur, sem kostar 1.690 kr. Hringja 100 mínútur í hvaða númer sem er innanlands, senda 100 SMS innanlands og nota 100 mb í snjallsímanum á stærsta 3G dreifikerfi landsins. Þessir mínútpakkar eru einnig til í 50 mín. (990 kr.) og 300 mín. (3.490 kr.) og svo er auðvelt að fylgjast með notkun í nýja Síma-appinu eða á þjónustuvefnum.

Og spurningin sem eðlilega hefur hljómað undanfarið, af hverju að flytja alla viðskiptavini úr Ring? Af því við viljum einfalda og efla fyrirframgreidda þjónustu hjá Símanum. Einfalt vöruframboð, einfaldari verðskrá 1. janúar 2013 og einöld og þægileg framsetningin, númer eitt, tvö og þrjú, viðskiptavinum til hagsbóta.

Með þessu erum við einnig að færa Frelsi nær áskrift í framsetningu, því í eðli sínu er lítill munur á þjónustunni, í raun og veru snýr bara að greiðslumátanum, Frelsi greitt fyrirfram og áskrift eftirágreidd.

Velkomin(n) í Frelsi 🙂