Fróðleikur, GSM

Snjallsímanámskeið í desember og janúar

10/12/2012 • By

Áttu iPhone, Android, Windows Phone eða annan snjallsíma? Langar þig að læra meira á hann? Skráðu þig á snjallsímanámskeið!

Í tilefni af snjallsímajólunum 2012 ætlum við að bjóða þér að koma og fá kennslu á símann þinn. Ekki verður um eiginlegan fyrirlestur að ræða heldur verður fyrirkomulagið bara létt og skemmtilegt. Farið verður yfir helstu stillingar í símum, póstforrit og svo með hvaða öppum við mælum.

Námskeiðin eru haldin í verslun Símans, Ármúla 27 klukkan 17 og 18 og hægt er að skrá sig á eftirfarandi dagsetningar:

Desember
Þriðjudagur 11. desember
Fimmtudagur 13. desember

Janúar
Mánudagur 7. janúar
Miðvikudagur 9. janúar
Föstudagur 11. janúar

Það er því ekki eftir neinu að bíða. Skráðu þig eða fjölskylduna á snjallsímanámskeið hjá Símanum. Skráningar fara fram hér á Jólavef Símans.