Allt

Flottir en plássfrekir íslenskir stafir

04/12/2012 • By

Sendirðu oft löng sms? Já, bara heilu ritgerðirnar? Þá gætir þú viljað breyta stillingum og forðast íslenska stafi. Þeir taka meira pláss! Þú gætir líka leyft þeim að njóta sín, það er í þínum höndum.

Í fréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá því að „dýrara“ sé að senda sms-textaboð í farsíma séu bókstafirnir íslenskir.

Almennt er það ekki svo! Séu sms-in hins vegar löng hrökkva íslensku sms-in fyrr í að verða tvö en þau ensku. Þetta skýrist af staðlinum Unicode sem tæknin styðst við. Hver íslenskur stafur tekur um það bil helmingi fleiri stafabil en sá enski. Svo sé skeytið innan við 70 stafabil er kostnaðurinn sá sami.

En viljirðu senda lengri sms og aðeins eitt stykki er í flestum snjallsímum stillingarmöguleiki þar sem hægt er að velja hvernig þú sendir SMS skeyti.  Stillingarnar eru almennt þrjár: GSM stafróf (160), Unicode (70) eða Sjálfvirkt. Þá velur tækið sjálfvirkt annað hvort GSM stafróf eða Unicode eftir stöfunum sem slegnir eru inn.

Þú getur því ráðið hvernig síminn sendir skeyti.

Og fyrir þá sem vilja kynna sér Unicode: http://en.wikipedia.org/wiki/GSM_03.38