Allt

Latibær á M-inu

29/11/2012 • By

 

Nú geta börn og foreldrar sko tekið gleði sína! Íþróttaálfurinn, Solla Stirða, Glanni Glæpur og allir hinir úr sjónvarpsþáttunum vinsælu um Latabæ eru komnir á M-ið, M.siminn.is. Til að byrja með verða fyrstu 9 þættirnir í boði en svo munu fleiri bætast við í hópinn.

Það þarf því engum að leiðast á ferðalaginu, í bústaðnum eða bara heima, því það er hægt að horfa á Latabæ í öllum snjallsímum og spjaldtölvum svo framarlega sem þær eru tengdar við netið. Farðu á M.Siminn.is og horfðu að lyst. GSM viðskiptavinir Símans greiða 0 kr. fyrir streymið.

Áfram Latibær!