3G, Fróðleikur, GSM, Netið

Microsoft og snjallsímastríðið

20/11/2012 • By

Microsoft menn voru nokkuð seinir til í snjallsímastríðinu en þeir eru þó með í því engu að siður og nú blása þeir til sóknar. Og nú af alvöru.

Windows Phone 8, nýjasta útgáfa af stýrikerfi þeirra fyrir snjallsíma er núna að koma á markað og fyrstu prófanir okkar lofa góðu. Fyrri útgáfur af Windows Phone, útgáfur 7 og 7.5 voru góðar, stýrikerfið er ótrúlega fallegt, einfalt í notkun og viðmótið allt hið árennilegasta. Veikasti blettur Windows Phone hefur verið úrvalið af forritum fyrir símana sem þó er að lagast nokkuð þéttum skrefum. Bæði Android og iOS sem keyrir iPhone og iPad hefur haft talsvert forskot í að koma sér upp góðum fjölda af forritum sem hægt er að hlaða niður á tækin, eitthvað sem skiptir máli í dag enda fjöldinn allur af forritum til sem gera góðan síma enn betri.

Við höfum verið að prófa flaggskip Nokia, hinn fallega Lumia 920, HTC Windows Phone 8x og spjaldtölvuna frá Microsoft sem kallast Surface. Símanir tveir eru frábærir, á ólíkann hátt en það verður að segjast að Surface hefur komið hvað mest á óvart. Tækið er talsvert betra en sá sem þetta skrifar átti von á.

Nokia Lumia 920 í snúrulausri hleðslu

Ítarlegar prófanir standa nú yfir með almennu fikti og nördaskap og verður skrifað um það nánar síðar þegar að lengri tími hefur liðið.

Microsoft Surface RT og HTC Windows Phone 8X