Sjónvarp

Plata vikunnar – nýtt í Sjónvarpi Símans

08/11/2012 • By

Plata vikunnar er nýjung í Sjónvarpi Símans sem kynnt er í samstarfi við Tónlist.is. Síðasta föstudag voru 4 íslenskar plötur settar inn og viðskiptavinir með Sjónvarp Símans geta hlustað á þær fyrir 0 kr. Í hverri viku fram í desember bætast svo nýjar plötur í hópinn og munu þær vera inni í VOD-inu út desember.

Plöturnar sem eru komnar eru:
Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta
Önnur Mósebók með Moses Hightower
Börn loka með Skálmöld
Vélrænn með Friðrik Dór

Plötu vikunnar má finna ef þú smellir á VOD-takkann á fjarstýringunni.

Nú er mál að kynna sér þá frábæru tónlist sem hefur komið út á árinu 2012! Fylgstu með í hverri viku.