Allt

Instagram bingó

31/10/2012 • By

Alla Airwaves-helgina munum við vera með skemmtilegan leik í gangi á Facebook síðu Símans – svokallað Instagram bingó. Í stuttu máli gengur leikurinn út á að fylla út í 8 reita “bingóspjald”. Hver reitur er með sínu stykkorði eða þema. Það eina sem þarf til að taka þátt er að vera með aðgang inni á Instagram.

Hvernig tekurðu þátt?
1. Skráir þig til leiks
2. Tekur mynd með Símanum þínum
3. Sendir hana á Instagram og merkir með viðeigandi merki (t.d. #rokk)
4. Myndin birtist sjálfkrafa á spjaldinu

Eins og áður segir eru 8 reitir sem þarf að fylla út. Það þarf því að taka 8 myndir og merka þær: #rokk, #sviti, #hopp, #tækni, #dans, #innlifun, #stjarna og #ljós. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þeir sem skrá sig til leiks eiga möguleika á að vinna miða á Iceland Airwaves 2013 eða glænýjan iPhone 5. Dregið verður úr útfylltum spjöldum í næstu viku.

Það geta allir tekið þátt í leiknum, sama hvort þeir eigi miða á Airwaves eða ekki.

ATH! Ef þú ert skráður inn á Instagram í tölvunni þinni þarftu að skrá þig út á Instagram.com áður en þú getur skráð þig til leiks.