Allt

Upplifðu Iceland Airwaves með Símanum

25/10/2012 • By

Þá er komið að því – Airwaves appið er komið út fyrir iPhone og Android. Appið er byggt á sama grunni og það sem kom út á síðasta ári, nema nú er búið að uppfæra gjörbreyta útliti og viðmóti til að mæta kröfum tónleikagesta enn frekar.

Allir sem hafa áhuga á tónlist og vilja upplifa einstaka stemningu í Reykjavík ættu að sækja sér appið og mæta í miðbæinn því það er fjöldinn allur af opnum viðburðum á svokölluðum “off-venues” sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Í appinu getur þú meðal annars:

  • Séð alla dagskrá hátíðarinnar
  • Raðað í þína dagskrá sem þú deilir á samfélagsmiðla
  • Séð stöðuna á röðum fyrir utan tónleikastaði
  • Skoðað upplýsingar og videó um listamennina
  • Séð alla tónleikana – bæði on-venue og off-venue
  • …og margt fleira!

Það verður því mikil gleði í næstu viku þegar hátíðin hefst formlega. Nú er um að gera að skipuleggja þína dagskrá og deila henni með Facebook vinum þínum. Allir geta nýtt sér appið, bæði þeir sem eiga miða á Airwaves og þeir sem ætla bara á off-venue.

Náðu í appið í dag!
Smelltu hér fyrir Android útgáfu.
Smelltu hér fyrir iPhone útgáfu.