Allt

Sjónvarp Símans í Súðavík

10/10/2012 • By

Við viljum óska íbúum Súðavíkur til hamingju með að nú fyrir stuttu var lokið við uppfærslu á símstöð þar í bæ. Nú geta Súðvíkingar notið fullrar sjónvarpsþjónustu sem þýðir að þeir fá:

  • Aðgang að öllum rásum sem í boði eru – yfir 100 innlendar og erlendar sjónvarpsstöðvar
  • Aðgang að sjónvarpefni og bíómyndum í háskerpu
  • VOD þjónustu þar sem hægt er að leigja bíómyndir og sjónvarpsþætti í SkjáBíói auk þess að horfa á sjónvarpsefni þegar þeim hentar í RÚV Frelsi, Skjár 1 Frelsi og Stöð 2 Frelsi.

Þeir sem eru nú þegar með Sjónvarp Símans þurfa einfaldlega að endurræsa myndlykilinn og beininn til að virkja þessa þjónustu. Þeir sem eru ekki með Sjónvarp Símans geta hringt í 8007000 eða leitað til endursöluaðila Símans á Ísafirði, en það eru snillingarnir í Særaf.

Við erum jafnt og þétt að uppfæra símstöðvar víðsvegar um landið og sem dæmi um bæjarkjarna sem hafa fengið uppfærslu á síðustu mánuðum má nefna Flúðir, Vopnafjörð, Hvammstanga og Djúpavog.

Nánari upplýsingar um Sjónvarp Símans má finna á Síminn.is.