Android, GSM, Samstarf

Síminn og RIFF

26/09/2012 • By

Annað árið í röð eru Síminn einn af samstarfsaðilum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival (RIFF). Síminn kemur inn með sína tæknilega þekkingu og leggur hátíðinni til snjallsímaforrit sem er í boði fyrir bæði Android og iPhone síma. Forritinu er ætlað að einfalda gestum að skipuleggja sig á meðan á hátíðinni stendur og draga betur fram allt það skemmtilega sem RIFF býður upp á.

Í appinu er meðal annars hægt að sjá yfirlit yfir allar þær myndir sem sýndar eru á hátíðinni.  Það er hægt að skoða alla sýningartíma og hvar myndirnar eru sýndar. Þá er hægt að velja þær myndir sem þér finnst áhugaverðastar og setja saman í þína dagskrá. Þar að auki er hægt að skoða alla sýningarstaði á korti og sjá yfirlit yfir alla þá frábæru viðburði sem eru í gangi á meðan hátíðinni stendur.

Smelltu hér til að sækja appið.

Síminn er stoltur af því að tengjast þessari hátíð og erum handviss um að hátíðin muni halda áfram að vaxa og dafna á næstu árum og við vonum að appið muni hjálpa til við að gera hátíðina enn betri.