Afþreying, Android

Síminn & Harald Haraldsson

29/08/2012 • By

Tækninni hefur fleygt fram á síðustu árum. Símarnir okkar eru öflugri en gömlu skólatölvurnar og kröfur um stöðuga háhraðanettengingu er sífellt að aukast. Nú er komið svo að þú getur horft á fréttirnar uppi á hálendinu með hjálp 3G. Okkur hjá Símanum langaði til að staldra aðeins við og skoða hvort það væri ekki hægt að nota þessa tækni í listsköpun og að búa til eitthvað öðruvísi. Í vor kom Samsung GALAXY S III á markaðinn. Þetta er einn öflugasti síminn sem búinn hefur verið til og seldust um 9 milljónir eintaka í forsölu. Móttökurnar á Íslandi hafa einnig verið hreint frábærar. Í tilefni af því komum við að máli við listamanninn og verkfræðinginn Harald Haraldsson, og vildum fá hans hugleiðingar varðandi þessa græju.

Það sem hann sá sem stærsta kostinn við GALAXY S III var hin frábæra 8MP myndavél. Í hans starfi skiptir miklu að geta tekið góðar myndir og svo ekki talað sé um myndbönd í góðum gæðum. Hann lagðist undir feld til að íhuga hvernig hann gæti komið myndrænt til skila þessari tækni sem gerir okkur kleift að fanga augnablikið með símanum. Útkoman var þetta myndband, tekið upp á Samsung GALAXY S III síma í 1080p HD myndgæðum.

Tónlistin er eftir íslenska raftónlistarmanninn Prince Valium og í hlutverki stúlkunnar er fyrirsætan Anna Jia. Upptökur fóru fram í húsnæði tæknifræðideildar Keilis á Suðurnesjum og fær Keilir sérstakar þakkir fyrir aðstoð við undirbúning og framkvæmd verkefnisins.

En það var líka framleitt sérstakt myndband sem sýnir gerð myndbandsins, hvernig unnið var með vélarmana í undirbúningnum og hvernig um var að lítast á tökustað. Útkoman er stórskemmtileg.