Í dag gáfum við tvo síma samtímis í Reykjavík, einn í Grasagarðinum í Laugardalnum og hinn í Indjánagili í Elliðaárdalnum. Fólki þurfti því að velja hvorn staðinn það ætlaði að veðja á. Í Laugardalnum kom hann Hlynur Gestsson á miklu farti á hjólinu sínu og náði símanum fyrstur allra. Það var svo hann Jónas Valtýsson sem var fyrstur á staðinn í Elliðaárdalnum. Við óskum þeim báðum kærlega til hamingju með að vera svona fljótir.
Þá erum við komin allan hringinn. Við erum búin að gefa 10 síma í heildina á Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vík, Vestmannaeyjum og loks í Reykjavík. Allsstaðar þar sem við höfum komið hefur okkur verið tekið vel og við þökkum öllum sem tóku þátt í leiknum fyrir þátttökuna. Því miður gátum við ekki heimsótt fleiri staði í vikunni þó okkur hefði nú langað mikið til þess.
Á ferðalaginu vorum við tengd við stærsta 3G net landsins þannig við gátum verið í skemmtilegum samskiptum við fólk alla leiðina. Við töluðum við fólk á Twitter úr bílnum, sendum inn myndir á Instagram í fjallshlíðum og svöruðum á Facebook á 90 km hraða. Vert er að minnast á að það var ekki ökumaðurinn sem gerði það. Allar myndir og myndbönd voru tekin á Samsung Galaxy SIII síma og þeim var hlaðið samstundis á netið með Dropbox í gegn um 3G.
Þeir sem vilja kynna sér ferðalagið geta gert það á sér Facebook-síðusem sett var upp fyrir Hringferðina. Við þökkum öllum sem tóku þátt á Facebook, Twitter, Instagram, Foursquare og öllum hinum miðlunum kærlega fyrir. Svo viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir sem mættu á staðinn og tóku þátt í leiknum. Að lokum óskum við vinningshöfunum til hamingju með nýju Samsung símana sína.
Takk fyrir okkur!
Er hægt að fá link á videoin ykkar?? 🙂
Sæll
Hér eru video-in frá Akureyri og Stykkishólmi/Ísafirði. Svo áttu von á einu flottu samantektarvideo í næstu viku
http://www.youtube.com/watch?v=rNAiV4fF1CE