Meira Ísland

Hringferð Símans – dagur 4

20/07/2012 • By

Í dag áttum við mjög skemmtilegan dag á Austurlandi og Austfjörðum. Við endurtókum leikinn frá í gær og gáfum tvo síma, einn Samsung Galaxy SIII á Egilsstöðum og einn Samsung Galaxy X-Cover í Fjarðarbyggð.

Á Egilsstöðum vorum við með vel heppnaðan leik. Við tókum okkur stöðu með símann á bakvið Egilsstaðakollinn og svo voru gefnar þrjár vísbendingar, fyrst var mynd af símanum á steini án þess að nokkrar aðrar upplýsingar væru gefnar, svo var gefin vísbendingin að útsýnið væri gott yfir Fellabæ. Að lokum var birt mynd af útsýninu sjálfu og þá fóru hlutirnir að gerast!

Það var svo hann Sigurður Á. Sigurðarson sem mætti fyrstur og hreppti vinninginn. Hann hringdi svo í konuna sína og tilkynnti henni að hún fengi símann að gjöf. Við óskum henni því til hamingju með það!

Sigurður Á. Sigurðsson, sigurvegari

Að því loknu var brunað beint yfir á Reyðarfjörð og upp á Hólmahálsinn á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Án þess að gera boð á undan okkur settum við inn mynd af hálsinum og þeir sem voru að fylgjast með á Facebook áttu möguleika á að vinna Samsung Galaxy X-Cover.

Það voru systurnar Vala og Kristín sem komu hlaupandi og fundu símann. Þær voru heppnar því sá sem var fyrstur af stað keyrði framhjá og leitaði að okkur á vitlausum stað. En þær voru allavega fyrstar að símanum og þeirra helsta vandamál í dag er að semja um hvor fær að eiga símann.

Vala og Kristín Jónsdætur

En nú eru ekki nema tveir dagar eftir. Morgundeginum verður eytt á Suðurlandinu að gleðja íbúa þar og svo endum við þetta í Reykjavík á laugardaginn. Þetta er búin að vera frábær vika og við munum reyna að halda áfram að gera skemmtilega hluti þannig haldið áfram að fylgjast með á Facebook, Twitter, Foursquare og Instagram.