Síðustu tveir dagar hafa aldeilis verið skemmtilegir. Veðrið hefur verið yndislegt og Ísland hefur skartað sínu fegursta. Eftir að hafa upplifað stórkostlega náttúrufegurð og kvöldsólarlag í Ísafjarðardjúpi fórum við á Ísafjörð og gáfum einn síma.
Í þetta skiptið var síminn staðsettur ofan á gangnamunnanum innst inni í Tungudal, rétt fyrir innan Ísafjörð. Það var tekin mynd og sett á Instagram og henni deilt á Facebook. Og viti menn, það liðu ekki nema örfáar mínútur þangað til fyrsti maðurinn kom á svæðið. Sá var búinn að bíða eftir vísbendingu í allan dag og þegar hann sá myndina brunaði hann beint uppeftir.
Já hann Hlynur Steinn er sko einum Samsung Galaxy SIII síma ríkari. Hér er hann hæstánægður, uppi á gangnaopinu með Ísafjörð (Skutulsfjörð) í baksýn.
Eftir að hafa afhent símann brunuðum við af stað og halda nú norður á leið. Allar ábendingar um fallegt myndefni og skemmtilega staði eru vel þegnar. Þá eru allar áskoranir sömuleiðis teknar mjög alvarlega. Til dæmis skoraði hún Elísabet Kristín Kristmundsdóttir á okkur að klappa kind, kýr eða hest og því var svarað í dag.
Hringferðin er semsagt langt því frá búin og því er vert að halda áfram að fylgjast með því við munum halda áfram að gefa síma út vikuna. Við erum á Instagram, Twitter, Foursquare, hér á blogginu og svo að sjálfsögðu á Facebook þar sem þú sérð þetta allt saman.
Á morgun, miðvikudag, höldum við svo áfram gjafagleðinni. Ef þú býrð í nágrenni Akureyrar fylgstu þá með. Við erum fyrir norðan!