Meira Ísland

Hringferð Símans – dagur 1

17/07/2012 • By

Þá er frábær dagur að kvöldi kominn. Eftir flakk um Snæfellsnesið og var endað í Stykkishólmi. Þar fór af stað lítill leikur um hver myndi vinna Samsung Galaxy X-Cover síma. Við fórum yfir í Súgandisey niðri á höfn og tókum mynd með símanum, smelltum henni á Instagram og Facebook og sá sem var fyrstur á staðinn fékk að eiga hann.

Arnar Geir Ævarsson

Það var svo hann Arnar Geir Ævarsson sem mætti galvaskur á svæðið til að eigna sér símann. Það mátti heldur ekki seinna vera því á hæla hans fylgdu 3 menn í sömu erindagjörðum. Við óskum Arnari innilega til hamingju!

Restin af deginum fór í að keyra lengra vestur, eða til Ísafjarðar. Á morgun, þriðjudag, verður annar leggurinn af fimm tekinn þar upp. Þá munum við gefa Samsung Galaxy SIII síma!

Við viljum þakka öllum fyrir gríðarlega góðar viðtökur og hvetjum alla til að halda áfram að senda okkur ábendingar, kveðjur og áskoranir í gegn um Facebook. Einnig hefur verið sett upp sér síða inni á Facebook sem heldur utan um ferðalagið, t.d. allar myndirnar og hvar við erum hverju sinni.

Fylgist með, verið í viðbragðsstöðu og stökkvið af stað þegar þið sjáið vísbendingarnar. Ef þú ert heppin(n) gætir þú eignast Samsung Galaxy SIII á morgun eða seinna í vikunni!