3G

Síminn á Írskum dögum

06/07/2012 • By

Helgina 6.-8. júlí verður hátíðin Írskir dagar haldin á Akranesi í ellefta skiptið. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og hafa ýmsir skemmtilegir viðburðir og keppnir litið dagsins ljós í gegn um tíðina. Til dæmis er þar að finna keppnirnar um rauðhærðasta Íslendinginn og hittnustu ömmuna, en svo er líka keppt í dorgveiði og að byggja sandkastala.

Ef þú ert á leiðinni á Írska daga þá mælum við eindregið með að þú fylgist með á M-inu, m.Siminn.is. Þar má finna dagskrá hátíðarinnar þannig þú ættir ekki að missa af neinum viðburði. Þar má líka finna upplýsingar um Akranes og Írska daga og kort af bænum. Að auki verður myndastraumur sem grípur allar myndir af Instagram sem eru merktar með #irskir. Það ætti því allir að vera duglegir að hlaða inn myndum á Instagram.

Rúsínan í pylsuendanum er svo söngbók með fjölda laga sem ætti að halda fólki í góðu stuði alla helgina. Hafðu símann á lofti í brekkusöngnum á laugardaginn og taktu undir með hárri raust.

Flestir símar geta opnað M-ið, en besta upplifunin er hjá þeim sem eru með snjallsíma.

Vonandi skemmta sér allir vel með m.Siminn.is opið í símanum sínum!