Auglýsing

Meira Ísland í beinni útsendingu

04/07/2012 • By

Laugardaginn 30. júní vorum við hjá Símanum með áhugaverða tilraun. Í fyrsta auglýsingahléinu á kosningavöku RÚV var send út auglýsing í beinni útsendingu. Þar fór Villi yfir fyrstu tölur ásamt því að segja sögu frá fyrstu forsetakosningunum, þegar Sveinn Björnsson var kjörinn.

Allt gekk eins og í sögu. Glugginn sem útsendingunni var gefinn var 45 sekúndna langur og útsendingin varði nákvæmlega svo lengi. Það mátti heldur ekki seinna vænna því 30 sekúndum eftir að útsendingunni lauk hringdu klukkurnar í Dómkirkjunni!

Við viljum þakka öllum sem komu að útsendingunni, Ennemm, SagaFilm, Villa og síðast en ekki síst RÚV fyrir að láta þetta gerast.

Hér má sjá myndband frá útsendingunni sem sýnir stemninguna bakvið tjöldin.